18.4.2007 | 00:57
Heimsmet í Finnlandi
Ég var að lesa frétt um það á heimasíðu danska ríkisútvarpsins og að Matti Vanhanen, forsætisráðerra Finnlands hefði í dag kynnt nýja ríkisstjórn sína og í henni eiga konur 12 sæti af 20.
Miðjuflokkur Matti Vanhanen skipaði konur í 5 af 8 ráðherrastólum sínum, Græningjar skipuðu konur í bæði sín ráðherrasæti, sænski þjóðarflokkurinn (svensk folkeparti) skipuðu karl og konu í sín tvö sæti og íhaldsflokkurinn skipaði sín 8 sæti jafnt konum og körlum.
Veigamestu ráðuneytin eins og fjármála-, utanríkis- og varnarmálaráðuneytin eru þó enn í höndum karla auk þess sem forsætisráðherran er karl. En það dregur þó ekki úr því hversu mikilvægt skref þetta er fyrir konur heimsins.
Konur eru aðeins 42% þingmanna í þinginu sem er nýtt met í Finnlandi en ég er næstum viss um það að þetta háa hlutfall kvenna í ríkisstjórn er alveg einstakt í heiminum. Jafnvel í Rwanda, þar sem konur eru rétt tæplega helmingur þingmanna eru konur aðeins 25% ráðherra. En mér skilst að Svíþjóð eigi fyrra met með 43% kvenkyns ráðherra.
Vúppí :D
Um bloggið
Sóley Björk Stefánsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 539
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.