Kaupi þetta alveg

En sem betur fer þá kaupi ég ekki Kentucky Fried, en pottþétt eitthvað af öðru álíka slæmu.

Held við höfum öll gott af því að skoða  þetta vídeó. 

Það er nefninlega alveg glatað hvað við vitum lítið um vörurnar sem við erum að kaupa enda liggja upplýsingar sem þessar ekki alltaf á lausu og ekki er verið að sýna þetta í fréttatímunum. Sérstaklega hérna á Íslandi er eins og okkur finnist þetta allt saman svo fjarlægt en auðvitað skiptir það jafn miklu máli hérna og það gerir í Bandaríkjunum og í hvert skipti sem við kaupum vörur hjá KFC þá erum við að versla við keðjuna í heild þrátt fyrir að varan sem við kaupum sé að mestu leyti framleidd hér innanlands.

Stundum er sagt að fáfræði sé sæla en ég er ekki sammála því,  ég held að það sé líklegra að maður upplifi sæluna með því að vita að maður sé að gera gott frekar en að þykjast ekki vita að maður sé að gera slæmt. Ég lít amk svo á að við séum að gera slæmt í hvert skipti sem við verslum við fyrirtæki sem gerir eitthvað slæmt, því fyrirtæki er ekkert annað en kúnnarnir sem halda því uppi með viðskiptum við það. Hvorki meira né minna. 

 Einhver myndi kannski segja að vídeóið hér að ofan væri ekki við hæfi barna, en ég held einmitt að það sé mjög gott að sýna börnum þetta því þau fara þá líklega að hugsa meira um hvað er á bakvið þá hluti sem þau neyta. Börn eru yfirleitt réttlát í eðli sínu og ég held að þau myndu t.d. ekki heimta nýjustu og flottustu æfingaskóna jafn grimmt ef þau vissu hversu mikinn skaða á umhverfinu framleiðsla á einu skópari veldur. Á þessari síðu er hægt að skoða hversu mikinn toll af umhverfinu neysla hvers og eins er að taka. Mæli með að allir kíki á þetta.  Og mundu, að allt skiptir máli og hver einasta manneskja sem vaknar til meðvitundar um umhverfi sitt skiptir gríðarlegu máli og breytingin á heiminum byrjar hjá okkur sjálfum :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Guð minn góður. Þetta video um meðferðina á fuglunum er meira en sjokkerandi. Getur verið að yfirvöld hafi ekki fyriskipað breytingar eftir að svona upplýsist?

Jóna Á. Gísladóttir, 9.4.2007 kl. 15:07

2 identicon

Almáttugur þetta er hræðilegt!

Júlía Rós (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 15:11

3 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Allir elska káeffsé ...

Hlynur Þór Magnússon, 11.4.2007 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sóley Björk Stefánsdóttir

Höfundur

Sóley Björk Stefánsdóttir
Sóley Björk Stefánsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband