23.2.2007 | 00:17
fjárfestingin menning
Um daginn var ég að taka stöðuna á sjálfri mér á political compass og ein af spurningunum var eitthvað á þá leið hvort mér fyndist að það ætti að nota opinbert fé í menningarviðburði. Þetta var sú spurning sem ég átti hvað erfiðast með að gera upp hug minn varðandi vegna þess að ég er alveg með það á hreinu að ég myndi frekar vilja að peningarnir væru settir í gagnlegri hluti á borð við þjónustu við geðfatlaða, sálfræðiþjónustu til tölvufíkla eða bara til að hækka laun í ummönnunarstörfum, en svo hugsa ég, það er líka hellingur af peningum settur í enn vitlausari hluti en menningu. Til dæmis ferðalög ráðherra, sendiráðabyggingar, veislur og rekstur stjórnmálaflokka. Ég man ekki einu sinni hvort ég svaraði sammála eða ósammála við spurningunni í það skiptið. En nú er ég búin að ákveða mig með skoðun varðandi þetta. Ég var nefninlega að njóta Vetrarhátíðarinnar í kvöld og varð þá hugsað til þess að fyrir liggur að líklega mun ég eyða næstu tveim vetrum á Akureyri og það sem mér finnst erfiðast við þá tilhugsun er að mér finnst alveg ógurlega leiðinlegt að missa af öllum menningarviðburðunum sem eru í boði hér í Reykjavík. Ég hef nú búið hérna í tæplega 9 ár og síðustu 3-4 árin hef ég verið mjög iðin við að sækja menningarviðburði af ýmsu tagi. Bæði þá sem styrktir eru af almanna fé og líka þá sem bera sig sjálfir, sem eru þó líklega færri. Ég er mjög ánægð með framboðið á menningu hérna og hef til dæmis fengið tækifæri til að kynna mér mjög breitt svið menningar án þess að þurfa að standa í miklum fjárfestingum, meðal annars vegna þess að ég sæki mjög mikið í þessar menningarhátíðir sem ríki og borg standa straum af. Þar má nefna menningarnótt, vetrarhátíð, Airwaves hátíðina og listahátíð. Þetta frábæra menningarlíf hérna veldur því að ég get bara ekki hugsað mér betri stað að búa á en Reykjavík. Það er líka alveg hellingur af útlendingum sem hafa kosið að búa hérna frekar en í öðrum löndum og það er ekki óalgengt að gott aðgengi að menningu spili þar stórt hlutverk. Ég hef því dregið þá ályktun og ætla að gera það að minni skoðun að það sé sniðugt að verja opinberu fé í menningaviðburði því það sé hreinlega fjárfesting sem skilar sér í fleiri borgurum. Kópavogur hefur dáldið farið þá leið að vera voða fjölskylduvænn bær og það er bara gott mál og mér finnst voða sniðugt að allir séu ekki að slást um sama markhópinn.
Um bloggið
Sóley Björk Stefánsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Smá stretch með Airwaves. Hátíðin treystir aðallega á miðasölu og stuðning IcelandAir.
Annars ætla ég að leyfa mér að vera predictably ósammála, held að góðir hlutir myndu gerast í sama eða meira magni ef væri ekki að láta krónur leka í málefnið.
Mér lieist þó vel á hvernig þú fórst af stað í upphafi færslunnar og legg til að lausnin við óhóflegri eyðslu í sendirráð og veislur sé ekki dæla meiri pening úr kassanum heldur herða ólina á þeim stöðum.
En þú veist hvað þeir segja með skoðanir :)
Addi (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 09:23
Já, þetta er alveg rétt hjá þér. Reykjavíkurborg kom ekki inn með stuðning fyrr en 2002 og síðan þá hafa það verið 4-5 milljónir á ári, sem þykir nú alls ekki mikið. Ánægjulegt að sjá að svona getur plummað sig svona vel án mikilla opinberra styrkja -en það getur hinsvegar líka stutt við það sem ég var að tala um varðandi uppbyggingu menningarlífs þar sem þetta getur verið dæmi um ávöxt af slíku.
Sóley Björk Stefánsdóttir, 23.2.2007 kl. 16:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.