heppin

Já, ég er svo ótrúlega heppin að vera bara ekkert búin að tjá mig um klámráðstefnumálið á opinberum vettvangi svo núna get ég með góðri samvisku tjáð my ass off :)

Ég er alveg rosalega ánægð með að klámráðstefnan hafi ákveðið að flytja viðskipti sín annað en til Íslands.

Ég er alveg rosalega ánægð með bændasamtökin og stjórnar Hótels Sögu. Þeir neyðast reyndar líklega til að hætta að sýna klám á sjónvarpsrásunum sínum til að vera alveg trúverðug í þessu, og það er líka ágætis mál að mínu mati.

Ég er ánægð með að borgarstjórn Reykjavíkur hafi sent frá sér ályktun um það að harma þessa ráðstefnu og að það sé yfirlýst stefna borgarinnar að vinna gegn klámvæðingu og vændi. Það hlýtur að þýða það að kokteilklúbbum og strippstöðum og öðrum ósóma verður vikið úr borginni tafarlaust.

Ég veit ekkert hvort ég er ánægð með Alþingi af því að ég veit bara að klámráðstefnan var rædd þar en veit svo sem ekkert hvað var sagt. Annars, jú, er ég amk ánægð með að það hafi ekki verið tekin ákvörðun um að vísa þáttakendum ráðstefnunnar frá landinu.

Það sem mér finnst um þetta mál almennt er eftirfarandi:

Það hafa allir rétt til að hafa skoðanir á málunum.

Það hafa allir rétt til að láta sínar skoðanir í ljós og það er mjög gott þegar fólk gerir það.

Það er gott að fólk tekur sig saman og myndar félög um skoðanir sínar og hagsmuni til að geta haft sem mest áhrif.

Það er gott þegar stjórnvöld hlusta á hagsmunahópa og taka rök þeirra til greina við stefnumótun.

Það er ekki nógu gott ef stjórnvöld fara að fylgja hagsmunahópum í blindni vegna ótta við atkvæðatap eða þess háttar. Stjórnvöldum ber að fylgja lögum landsins að öllu leyti og mega alls ekki gerast sek um stjórnarskrárbrot.

Það allra versta er ef stjórnvöld eru með tvískinnung í svona málum og fallast á kröfur hagsmunahópa um aðgerðir gagnvart einhverjum en taka svo ekki á öðrum algjörlega sambærilegum málum. Ef stjórnvöld setja sér þá stefnu að sporna við klámi og vændi þá er það bara ljómandi gott og gerir að mínu viti engum illt en mörgum gott. Og ef stefnunni er fylgt eftir þá er það gott mál en ef henni er aðeins flaggað þegar nauðsynlega á þarf að halda til að kaupa frið fyrir hagsmunafélögum þá væri betur heima setið en af stað farið.

og hana nú!


mbl.is Hætt við klámráðstefnu hér á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú hefur Síminn sjálfur dreift klámi í gegnum heimasíðu sína www.hugi.is/kynlif til lengri tíma.

Þar fá börnin okkar aðgang að klámi og öðrum viðbjóð... 

 Af hverju setur enginn út á það?

HÞS (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 19:16

2 identicon

Ég sem hélt að þjóðin væri svo frjálslynd og nútímaleg, greinilega margfalt íhaldssamari en ég hélt. Oft gerum við grín að öfgatrú/öfgasiðferði sem finnst í suðurríkjum Bna, en erum svo sjálf ekkert skárri. Þetta viðbjóðslega ástand virðist tengjast þeirri forsjárhyggju og bannæði sem hefur farið vaxandi seinustu árin. Það eru tugir þúsunda fasista hér á landi sem sjá ekkert að því að þröngva eigin siðferði yfir aðra,

Svo finnst mér furðulegt að engir pólitíkusar þori að taka afstöðu með ráðstefnunni (eða einfaldlega afstöðu með eðlilegu ferðafrelsi fólks). Það eru örugglega einhverjir þingmenn sem hafa leynilega gaman af klámi, hlutföllin eru allavega slík að það er mjög ólíklegt að þeir séu allir á móti því. En hræðslan við pólitíska rétthugsun er mikil, sérstaklega rétt fyrir kosningar. 

Geiri (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sóley Björk Stefánsdóttir

Höfundur

Sóley Björk Stefánsdóttir
Sóley Björk Stefánsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband