8.2.2007 | 20:03
Hvað er vandamálið?
Hlýtur ekki að vera hægt að fá upplýsingar um hver borgaði fyrir auglýsinguna??? Sá aðili hlýtur að vera ábyrgur fyrir auglýsingunni. Nema auðvitað að fjölmiðillinn sé ábyrgur fyrir að birta svona auglýsingu. Ég get ekki séð að það séu aðrir sem eigi að koma til greina með að sæta ábyrgð og ég get ekki séð að það sé eðlilegt að annar hvort þessara aðila sæti ekki ábyrð.
Bera ekki stjórnendur ábyrgð á fyrirtækjunum sem þeir stjórna? Maður hefur að minnsta kosti heyrt á það minnst þegar verið er að útskýra af hverju stjórnendur hafa hærri laun en aðrir starfsmenn fyrirtækis. Þannig að ef þetta fyrirtæki hefur borgað fyrir auglýsinguna þá er það ábyrgt fyrir henni (nema auðvitað að ákveðið væri að fjölmiðillinn beri ábyrgð á henni) og þar af leiðandi hlýtur æðsti stjórnandi fyrirtækisins að taka málið á sig.
Sýknaður af ákæru fyrir áfengisauglýsingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sóley Björk Stefánsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Auglýsingar eru tekjulind sumra fjölmiðla. Ef leið þín til tekjuöflunar er ólögleg, þá berð þú ábyrgð. Fjölmiðillinn ber ritstjórnarlega ábyrgð á því efni sem þeir birta.
Addi (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 01:04
Já, ég er sammála þessu. En hvað segja lögin um þetta? Af hverju er verið að kæra þennann mann?
Sóley Björk Stefánsdóttir, 9.2.2007 kl. 09:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.