22.1.2007 | 21:13
Kjánahrollur
Jæja, þá er borgarstjórnin búin að sýna stefnu sína í verki hvað varðar almenningssamgöngur. Búið að hækka í strætó og lækka framlög borgarinnar. Greinilegt að það þykir ekki ástæða til að umbuna fólki fyrir að velja vistvænan ferðamáta heldur á það fólk að standa í auknum mæli undir kostnaði við að reka þetta almenningssamgöngukerfi sem allir vita að mun alltaf verða rekið hér í einhverri mynd vegna þess einfaldlega að ef það yrði lagt niður myndu öll hin löndin hlæja að okkur og kalla okkur plebba.
Það er náttúrulega það versta sem við getum hugsað okkur því við viljum vera í vestrænu klíkunni sem er ógisslega kúl þótt við séum ótrúlega miklar gelgjur og þykjumst vera ótrúlega sjálfstæð og töff og veiðum sko bara hval þótt allir segi að við eigum ekki að gera það og fáum sko bara álver þótt við vitum innst inni að það er ekkert sniðugt og stóru sterku strákarnir séu bara að nota okkur af því að við eigum smá af því sem þeim langar í.
Jeminn hvað mér finnst samfélagið okkar eitthvað aumkunarvert þegar ég dett í það að persónugera það svona. Ég verð bara að hætta þessu.
Mótmæla fargjaldahækkun Strætó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sóley Björk Stefánsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Borgarstjórnin skiptir sér ekki af rekstri Strætós.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 22.1.2007 kl. 21:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.