21.1.2007 | 17:54
RÚV
Við heyrum meðlimi og áhangendur stjórnarflokkanna fullyrða það að ekki standi til að hlutafjárvæða RÚV. Í gær hlustaði ég á viðtal (á rás1) við meðal annars Einar Odd Kristjánsson sjálfstæðismann og fullyrti hann að það væri alls ekki ætlunin að einkavæða og selja RÚV og var þá bent á að það hefði nú líka verið sagt þegar Síminn var einkavæddur en reynslan hefði leitt annað í ljós. Þá sagði kappinn:
ég held að það sé ekki markaðsvara hinsvegar gæti verið einhver hluti eða hlutur af þessu útvarpi sem gæti verið markaðsvara og ég held að það verði aldrei og það sé enginn sem hefur áhuga fyrir því að halda að taka hana í fóstur eða eignast hana þannig að í fyrsta lagi held ég að það sé enginn viljugur eða aldrei heyrt það frá nokkrum manni að hann vilji selja það í öðru lagi hef ég aldrei frétt það að nokkur maður vildi kaupa það, þannig að þessar áhyggjur sem menn eru að spinna hérna upp í upphafi þorrans það held ég að sé alveg ástæðulausar.
Þar sem ég er eindregið á móti einkavæðingu RÚV þykir mér það ansi ógnvekjandi að það eina sem standi í vegi fyrir einkavæðingu sé að Einari Oddi þyki það ekki vera markaðsvara og að hann hafi aldrei heyrt neinn tala um að vilja kaupa það. Hvusslags eiginlega ófaglegheit eru þetta!!
Ég hef heyrt að Pétur Blöndal hafi skellt fram þeirri hugmynd að það sé einfaldlega hægt að hætta við að hafa RÚV fyrir fjölmiðil og gera það frekar að sjóð sem veiti peningum í innlenda dagskrárgerð. Ég er algjörlega á móti því! Ég vil hafa fjölmiðil sem getur sýnt annað efni en það sem fellur í þann þrönga flokk sem bandarískar bíómyndir, bandarískir gamanþættir, bandarískir raunveruleikaþættir og bandarískir spennuþættir og íslenskar útgáfur af bandarískum raunveruleikaþáttum falla í. Þetta fellur algjörlega undir þá ástæðu af hverju ég hef engan áhuga á hreinræktuðum kapítalisma því það er algjörlega nauðsynlegt að ríkið grípi inn í þegar samkeppni er ekki til staðar á nægilegan hátt.
Hins vegar finnst mér alveg nauðsynlegt að Ríkisútvarpið dragi sig út úr samkeppni um efni sem samkeppni ríkir um annarsstaðar, eins og t.d. virðist vera orðið með eitthvað af íþróttaefni vegna samkeppni Skjásins og 365. Og ég set alveg spurningamerki við það að RÚV kaupi sýningaréttin af Formúlunni.
Ég væri líka gríðarlega ósátt við að missa Rás1 og Rás2. Þar eru útvarpsstöðvar sem risastór hópur fólks hlustar á og þótt þær þyki alls ekki hipp og kúl hjá öllum þá eru þær nú samt hipp og kúl hjá mörgum og þótt reyndar mætti að mínu mati gera heilmikið til að bæta dagskrána hjá Rás1 þá vil ég fyrir allan mun ekki vera án hennar, jafnvel í núverandi formi.
Ég held það sé engin spurning með það að ég er í einhverjum markhópi. Ég eyði öllum mínum peningum í eitthvað. Það hlýtur að vera haugur af auglýsendum sem vilja segja mér frá því sem þeir vilja selja mér. Ég skil bara ekki af hverju auglýsendur hafa allir ákveðið að slást um sama markhópinn (ég veit þetta er alhæfing en þú skilur hvað ég meina). Ég held þetta sé hreinlega bara vegna þess að auglýsendurnir eru að gera mistök en það er hinsvegar annað mál sem ég ætla ekki að röfla um hér og nú.
Um bloggið
Sóley Björk Stefánsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er ekkert flókið mál.
RÚV hefur öryggis og menningarlegu hlutverki að gegn.
Fínt. Þá er bara að setja fókus á það og hætta að keppa við markaðinn með efni og auglýsingasölu.
Nú fylgist ég ekki með, en er einhver flokkur þarna úti sem er sammála mér með þessi atriði?
Addi (IP-tala skráð) 21.1.2007 kl. 21:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.