Babel

Ég fór á myndina Babel í bíó núna áðan. Hún var góð. Mjög góð. Þrjár einfaldar sögur sem fléttast saman eins og í svo mörgum myndum. Hún var líka að mörgu leyti eins og svo margar myndir, nema bara svo miklu miklu betri en næstum allar þeirra. Sögurnar voru nokkuð einfaldar en alveg gríðarlega sérstakar allar. Allir sem þekkja mig vita að ég er nánast með ofnæmi fyrir klisjum og þar af leiðandi Hollywoodmyndum. Þessi mynd sýnir það að það er alveg hægt að fylgja einhverju ákveðnu formi án þess að láta formið gleypa sig og detta ofan í hverja einustu klisjugildru á leiðinni því það gerði hún sko alls ekki. Umhverfið er líka allt annað en við eigum að venjast því við ferðumst með sögupersónum okkar um ótrúlega fjölbreytt umhverfi sem við erum ekki vön að fá að sjá í hefðbundnum kvikmyndum.

Þema myndarinnar er samkvæmt minni túlkun er valdleysi ýmissa einstaklinga og hópa í hinum ýmsu samfélögum gagnvart yfirvaldi af ýmsu tagi. Við eigum það til að gleyma því hérna í okkar verndaða vestræna heimi að það eru ekki allir sem búa við sömu aðstæður og við og eru verndaðir af allskonar lögum, reglum og bara samfélaginu í heild.

Ég ætla að halda mig á mottunni og segja ekki meira til að skemma ekki myndina fyrir þem sem eiga eftir að sjá hana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sóley Björk Stefánsdóttir

Höfundur

Sóley Björk Stefánsdóttir
Sóley Björk Stefánsdóttir
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband