29.10.2006 | 10:27
The Swamp Já ég skellti mér á Mýrina í gærkvöldi....
The Swamp
Já ég skellti mér á Mýrina í gærkvöldi. Það var nú aldeilis ljómandi skemmtileg upplifun og algjörlega ferðarinnar og peninganna virði.
Myndin var alveg ljómandi góð í flesta staði og bæði leikurinn og húmorinn var algjörlega í samræmi við það sem tíðkast í erlendri framleiðslu, hvorki betra né verra myndi ég segja. En það er auðvitað mjög ánægjulegt að maður sé farinn að geta farið í bíó án þess að vita það fyrirfram að maður verði með kjánahrollinn niður á rass vegna áttavilltra leikara sem villtust niður af sviðinu. Ingvar E. Sigurðsson er auðvitað kóngurinn og það verður ekki skafið af honum þarna frekar en annarsstaðar og sama má segja um Ólafíu Hrönn og eins er Björn Hlynur Haraldsson ljómandi góður og eiginlega bara allir leikararnir meira og minna.
Það sem situr mest eftir hjá mér eftir þessa mynd var mjög góð persónusköpun. Flestar persónurnar fannst mér afar áhugaverðar og frekar trúverðugar. Ég er samt dálítið á báðum áttum með Erlend sjálfan, fannst Ingvar gera honum mjög góð skil en fannst að það hefði þurft að gera hann dálítið eldri. Skeggið fór nú reyndar langt með að gera hann nógu gamlan en það vantaði svolítið mikið upp á förðunina fannst mér. Ég hefði viljað elda Ingvar alveg um a.m.k. 20 ár. En ég elskaði lopapeysuna og gleraugun, fannst þau alveg vera snilld. Eins féll Elliði alveg ógeðslega vel í kramið hjá mér. Það var eiginlega helst hún Eva Lind sem ég var ekki alveg nógu hress með.
Ég held reyndar að skýringin á því að ég var ekki alveg nógu hress með Evu Lind var vegna þess að í hausnum mínum var hún svo allt allt öðruvísi. Þegar ég sá fyrsta atriðið með henni hugsaði ég strax, þetta er ekkert Eva Lind, því mér fannst ég hafa séð hana í einhverri annari mynd eða eitthvað, amk var myndin af henni í huga mér alveg svakalega lifandi, en ég var auðvitað ansi fljót að átta mig á því að ég gat svo sem ekki hafa séð hana nema bara í hausnum mínum og það er dálítið magnað því ég er með alveg rosalega bíómyndarlegt atriði með henni í mínum haus. Fyndið hvað maður getur meikað heilu bíómyndirnar á meðan maður er að lesa. Spurning að fara að gera eitthvað úr því eins og Baltasar Kormákur, ég gæti kannski bara orðið ógisslega fræg líka.
En þá að neikvæðninni. Maður verður auðvitað að nöldra eitthvað! Það er þetta með karlakórinn. Mér fannst fyrstu tvö lögin ekkert smá flott. Bara alveg topp tónlist sem passaði við efnið eins og flís við rass. Sofðu unga ástin mín var töff en ennþá töffaðara var Til eru fræ. Það magnaðasta við Til eru fræ var að textinn studdi svo hrikalega vel við það sem var að gerast í myndinni en textinn var samt ekki sunginn. Þannig að í staðinn fyrir að orðin væru að tengjast myndmálinu þá var það tilfinningin í laginu, sem við kunnum öll svo vel, sem gjörsamlega hóf atriðið upp til hæstu hæða. Ég fékk alveg rosalega gæsahúð og kökk í hálsinn og tár í augun og guð má vita hvað. Fæ ennþá alveg í magann af því að hugsa um þetta. EN, þá var líka nóg komið af kórnum fyrir minn smekk, og reyndar fleiri veit ég. Það slapp samt alveg fyrir horn fyrir hlé, en eftir hlé þá bara bara allt sett í botn og mér leið stundum eins og ég væri bara komin til Finnlands eða eitthvað, það bara setti að manni hroll í þessu blákalda umhverfi með kórinn alveg í botni. Svo þegar lengra leið á seinni helming þá var ég hreinlega bara eiginlega alveg komin með ógeð á þessum kór. En inn á milli kom stundum líka bara einhver önnur tónlist sem mér fannst bara flott og hefði að ósekju mátt taka meiri tíma á kostnað kórsins. Þegar ég sá síðan kreditlistann þá var þar eitthvað lag með Dr. Spock, það reyndist mér alveg ómögulegt að rifja upp í hvaða senu það var, svo ég auglýsi hér með eftir þeim upplýsingum.
Hitt sem ég ætla að röfla yfir var maturinn. Hvað var þetta með matinn??? Af hverju var nánast allt sem fólk lét upp í sig í þessari mynd viðbjóðslegt? Sakleysislegir hlutir eins og núlur var viðbjóðslegur þegar löggudruslan var að éta þær. Það eina sem vakti ekki einhverja klígju hjá mér var kjötsúpan, en það þarf nú örugglega mikið til að kjötsúpa, sem er besti matur í öllum heiminum, veki hjá mér viðbjóð. Mér fannst þetta alla veganna eitthvað mjög svo undarlegt þema að hafa matinn svona áberandi í myndinni. Ekki endilega svo slæmt, ég bara skil ekki alveg hver var tilgangurinn með því.
Æji, ok, kannski bara eitt smá röfl í viðbót. Ég verð að viðurkenna að karlrembubrandararnir ýttu aðeins við femínistanum í mér. Ekkert svo harkalega sko, enda er femínistinn í mér ekkert neitt sérlega viðkvæmur. En hann er samt dálítið viðkvæmur fyrir því að það sé verið að styrkja ójafnrétti kynjanna með því að nota kvenlýsingar sem niðurlægingartól. Það var sem sagt þetta með að þessi og hinn væri kélling sem ég myndi amk vilja benda Baltasar á að hvort sem okkur finnst þetta fyndið eða ekki (ég skal alveg viðurkenna að ég hló og fannst þetta fyndið) þá eru það hlutir eins og almennt talmál sem í raun styrkja og styðja þau karllægu gildi og viðmið sem ríkjandi eru í samfélaginu. Og svo (þetta flokkast sem sama röflið af því að ég gerði ekki greinarskil!) fyrst ég er komin á þetta með að hugsa afleiðingar orða sinna, þá kæmi mér ekkert á óvart þótt einhverjum fyndist sárt að horfa upp á að það sé verið að grínast með nauðganir. Þarna komum við líka inn á sama atriðið, þ.e. að styrkja neikvæð viðhorf í samfélaginu með því að gera lítið úr þvílíku voðaverki sem nauðgun er. Ég er sko ekki að segja að það meigi ekki segja kélling eða gera djók með nauðgun. Ég er bara að segja að það ætti að vera meðvituð ákvörðun að gera það og ég er ekki svo voðalega viss um að Baltasar langi til þess að ýta undir kúgun kvenna í samfélaginu því ég hef af ýmsum ástæðum fulla trú á að hann kjósi jafnréttissamfélag en þetta sé einfaldlega hugsunarleysi og það er það svo oft, því miður.
Ég set Mýrina í 6 sætið yfir bestu íslensku myndirnar, á eftir Nóa Albinóa, Englum alheimsins, Sódómu Reykjavík, Hlemmi og Ungfrúnni góðu og húsinu.
Já ég skellti mér á Mýrina í gærkvöldi. Það var nú aldeilis ljómandi skemmtileg upplifun og algjörlega ferðarinnar og peninganna virði.
Myndin var alveg ljómandi góð í flesta staði og bæði leikurinn og húmorinn var algjörlega í samræmi við það sem tíðkast í erlendri framleiðslu, hvorki betra né verra myndi ég segja. En það er auðvitað mjög ánægjulegt að maður sé farinn að geta farið í bíó án þess að vita það fyrirfram að maður verði með kjánahrollinn niður á rass vegna áttavilltra leikara sem villtust niður af sviðinu. Ingvar E. Sigurðsson er auðvitað kóngurinn og það verður ekki skafið af honum þarna frekar en annarsstaðar og sama má segja um Ólafíu Hrönn og eins er Björn Hlynur Haraldsson ljómandi góður og eiginlega bara allir leikararnir meira og minna.
Það sem situr mest eftir hjá mér eftir þessa mynd var mjög góð persónusköpun. Flestar persónurnar fannst mér afar áhugaverðar og frekar trúverðugar. Ég er samt dálítið á báðum áttum með Erlend sjálfan, fannst Ingvar gera honum mjög góð skil en fannst að það hefði þurft að gera hann dálítið eldri. Skeggið fór nú reyndar langt með að gera hann nógu gamlan en það vantaði svolítið mikið upp á förðunina fannst mér. Ég hefði viljað elda Ingvar alveg um a.m.k. 20 ár. En ég elskaði lopapeysuna og gleraugun, fannst þau alveg vera snilld. Eins féll Elliði alveg ógeðslega vel í kramið hjá mér. Það var eiginlega helst hún Eva Lind sem ég var ekki alveg nógu hress með.
Ég held reyndar að skýringin á því að ég var ekki alveg nógu hress með Evu Lind var vegna þess að í hausnum mínum var hún svo allt allt öðruvísi. Þegar ég sá fyrsta atriðið með henni hugsaði ég strax, þetta er ekkert Eva Lind, því mér fannst ég hafa séð hana í einhverri annari mynd eða eitthvað, amk var myndin af henni í huga mér alveg svakalega lifandi, en ég var auðvitað ansi fljót að átta mig á því að ég gat svo sem ekki hafa séð hana nema bara í hausnum mínum og það er dálítið magnað því ég er með alveg rosalega bíómyndarlegt atriði með henni í mínum haus. Fyndið hvað maður getur meikað heilu bíómyndirnar á meðan maður er að lesa. Spurning að fara að gera eitthvað úr því eins og Baltasar Kormákur, ég gæti kannski bara orðið ógisslega fræg líka.
En þá að neikvæðninni. Maður verður auðvitað að nöldra eitthvað! Það er þetta með karlakórinn. Mér fannst fyrstu tvö lögin ekkert smá flott. Bara alveg topp tónlist sem passaði við efnið eins og flís við rass. Sofðu unga ástin mín var töff en ennþá töffaðara var Til eru fræ. Það magnaðasta við Til eru fræ var að textinn studdi svo hrikalega vel við það sem var að gerast í myndinni en textinn var samt ekki sunginn. Þannig að í staðinn fyrir að orðin væru að tengjast myndmálinu þá var það tilfinningin í laginu, sem við kunnum öll svo vel, sem gjörsamlega hóf atriðið upp til hæstu hæða. Ég fékk alveg rosalega gæsahúð og kökk í hálsinn og tár í augun og guð má vita hvað. Fæ ennþá alveg í magann af því að hugsa um þetta. EN, þá var líka nóg komið af kórnum fyrir minn smekk, og reyndar fleiri veit ég. Það slapp samt alveg fyrir horn fyrir hlé, en eftir hlé þá bara bara allt sett í botn og mér leið stundum eins og ég væri bara komin til Finnlands eða eitthvað, það bara setti að manni hroll í þessu blákalda umhverfi með kórinn alveg í botni. Svo þegar lengra leið á seinni helming þá var ég hreinlega bara eiginlega alveg komin með ógeð á þessum kór. En inn á milli kom stundum líka bara einhver önnur tónlist sem mér fannst bara flott og hefði að ósekju mátt taka meiri tíma á kostnað kórsins. Þegar ég sá síðan kreditlistann þá var þar eitthvað lag með Dr. Spock, það reyndist mér alveg ómögulegt að rifja upp í hvaða senu það var, svo ég auglýsi hér með eftir þeim upplýsingum.
Hitt sem ég ætla að röfla yfir var maturinn. Hvað var þetta með matinn??? Af hverju var nánast allt sem fólk lét upp í sig í þessari mynd viðbjóðslegt? Sakleysislegir hlutir eins og núlur var viðbjóðslegur þegar löggudruslan var að éta þær. Það eina sem vakti ekki einhverja klígju hjá mér var kjötsúpan, en það þarf nú örugglega mikið til að kjötsúpa, sem er besti matur í öllum heiminum, veki hjá mér viðbjóð. Mér fannst þetta alla veganna eitthvað mjög svo undarlegt þema að hafa matinn svona áberandi í myndinni. Ekki endilega svo slæmt, ég bara skil ekki alveg hver var tilgangurinn með því.
Æji, ok, kannski bara eitt smá röfl í viðbót. Ég verð að viðurkenna að karlrembubrandararnir ýttu aðeins við femínistanum í mér. Ekkert svo harkalega sko, enda er femínistinn í mér ekkert neitt sérlega viðkvæmur. En hann er samt dálítið viðkvæmur fyrir því að það sé verið að styrkja ójafnrétti kynjanna með því að nota kvenlýsingar sem niðurlægingartól. Það var sem sagt þetta með að þessi og hinn væri kélling sem ég myndi amk vilja benda Baltasar á að hvort sem okkur finnst þetta fyndið eða ekki (ég skal alveg viðurkenna að ég hló og fannst þetta fyndið) þá eru það hlutir eins og almennt talmál sem í raun styrkja og styðja þau karllægu gildi og viðmið sem ríkjandi eru í samfélaginu. Og svo (þetta flokkast sem sama röflið af því að ég gerði ekki greinarskil!) fyrst ég er komin á þetta með að hugsa afleiðingar orða sinna, þá kæmi mér ekkert á óvart þótt einhverjum fyndist sárt að horfa upp á að það sé verið að grínast með nauðganir. Þarna komum við líka inn á sama atriðið, þ.e. að styrkja neikvæð viðhorf í samfélaginu með því að gera lítið úr þvílíku voðaverki sem nauðgun er. Ég er sko ekki að segja að það meigi ekki segja kélling eða gera djók með nauðgun. Ég er bara að segja að það ætti að vera meðvituð ákvörðun að gera það og ég er ekki svo voðalega viss um að Baltasar langi til þess að ýta undir kúgun kvenna í samfélaginu því ég hef af ýmsum ástæðum fulla trú á að hann kjósi jafnréttissamfélag en þetta sé einfaldlega hugsunarleysi og það er það svo oft, því miður.
Ég set Mýrina í 6 sætið yfir bestu íslensku myndirnar, á eftir Nóa Albinóa, Englum alheimsins, Sódómu Reykjavík, Hlemmi og Ungfrúnni góðu og húsinu.
Breytt 19.1.2007 kl. 16:11 | Facebook
Um bloggið
Sóley Björk Stefánsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning