Ég elska Júróvisjón Það sem ég elska mest af öllu...

Ég elska Júróvisjón

Það sem ég elska mest af öllu við Júróvisjón er að þar eru allir að reyna. Allir geðveikt að reyna. Og þar sem allir eru að reyna geðveikt er leyfilegt að gera endalaust mikið grín að þeim án þess að maður sé eitthvað vondur.

Það sem ég þoli ekki við Júróvisjón er nöldrið í íslensku þjóðarsálinni þegar við erum búin að reyna að reyna og hinar þjóðirnar búnar að ranghvolfa í sér augunum og hrista hausinn, ef þær þá á annað borð voru búnar að taka eftir því að við værum í keppninni.
Uppáhalds, ekki, setningin mín hjá nöldrurunum er: Austurevrópuklíkan er búin að taka yfir keppnina. Það þýðir ekkert fyrir okkur að taka þátt því þótt við séum með langbesta lagið eigum við ekki sjens út af þeim."
Í tilefni af þessu langar mig að benda á smá tölfræði sem ég hafði fyrir því að telja alveg sjálf

Semsagt:
Fjöldi austur-evrópulanda í Júróvisjón = 17
Fjöldi vestur-evrópulanda í Júróvisjón = 21

Fjöldi austur-evrópulanda í forkeppninni = 12 (55%)
Fjöldi vestur-evrópulanda í forkeppninni = 10 (45%)

Fjöldi austur-evrópulanda áfram í forkeppninni = 6 (60%)
Fjöldi vestur-evrópulanda áfram í forkeppninni = 4 (40%)

Fjöldi austur-evrópulanda sem ekki þurftu að vera í forkeppninni = 5
Fjöldi vestur-evrópulanda sem ekki þurftu að vera í forkeppninni = 11




Þetta segir mér að vestur-evrópsk lönd í Júróvisjón séu fleiri en þau austur-evrópsku

Þetta segir mér að hlutfallið milli austur- og vestur-evrópskra landa sem komast áfram úr forkeppninni er algjörlega hið sama og hlutfallið milli landanna í forkeppninni, innan skekkjumarka. Þ.e. ef Ísland hefði komist áfram á kostnað eins austur-evrópsks lands hefði hlutfallið farið í 50/50 sem er alveg jafn nálægt skekkjumörkunum miðað við 45/55 hlutfallið.

Þetta segir mér að í fyrra hafi vestur-evrópskum löndum gengið betur í aðalkeppninni en þeim austur-evrópsku.

Ég veit ekki hvað þetta segir Selmu Björns og hinum nöldrurunum sem hafa allar afsakanir á reiðum höndum nema það að einhver hafi ekki staðið sig.


Mér fannst Silvía Nótt standa sig illa í keppninni. Ég ætla samt ekki að útiloka að hún hafi hlotið minni tæknilegan stuðning en aðrir keppendur vegna þess að hún hafði verið svo forsjál að koma mjög illa fram við hljóðmenn og aðra tæknimenn fyrir keppnina. Mér fannst dansinn ekki vera að gera sig sérstaklega vel og sviðið fannst mér ekki töff.

Hins vegar finnst mér Ágústa Eva hafa staðið sig gríðarlega vel í keppninni. Hún hefur tekið hugmyndina um Silvíu Nótt alla leið. Hún gaf skít í allt og alla, alveg nákvæmlega eins og karakterinn hefur gert frá upphafi. Hún virti engin siðferðismörk sem fulltrúi Íslands í hinni virtu Júróvisjónkeppni, alveg nákvæmlega eins og karakterinn hefur gert frá upphafi. Hún hvikaði hvergi frá þeim persónueinkennum sem hún hafði upphaflega skapað fyrir Silvíu Nótt.

Þeir sem kusu Silvíu Nótt til að vera fulltrúi Íslands í Júróvisjón en ætluðust síðan til að hún hegðaði sér eins og Birgitta Haukdal eru algjörlega búnir að sýna það að samkvæmt þeirra gildismati er ekki gott að vera samkvæmur sjálfum sér en mjög gott að vera sellout. Þarna er ég reyndar eingöngu að vísa til fullorðins fólks yfir sjálfræðisaldri vegna þess að ég tel að börn eigi heilmikið ólært um heilindi og það að láta ekki undan þrýstingi.

Ég skil samt ekki hvernig Ágústa Eva gat fengið það af sér að valda litlu sætu börnunum sem biðu eftir henni á Esso, vonbrigðum. Ég skil geðveikt vel hvernig henni gat dottið það í hug að gefa einu af samviskulausustu gróðafyrirtækjum landsins fingurinn fyrir að hafa ætlað sér að nýta hana til gróðabralls og ég gef henni fingurinn upp (annan fingur en hún gaf Esso) fyrir það. Kannski var Ágústa búin að eiga nógu mikil samskipti við börn á þessum aldri til að vera búin að sjá hversu óendanlega frek og illa upp alin sum þeirra eru og hefur hugsað sér gott til glóðarinnar með hefndaraðgerð sem því miður bitnar ekki bara á frekjuskrímslunum heldur líka góðu, sætu, yndislegu og eðlilegu börnunum. Kannski hugsaði hún með sér að börn þyrftu einhverntíman að læra það að allir verða einhverntíman sviknir, og fundist rétt að kenna þeim það við þetta tækifæri. Hver veit.

Eníveis, þá elska ég samt Júróvisjón og finnst jafn gaman að horfa hvort sem Ísland tekur þátt eða ekki. Evrópumeistarakeppnin í að reyna!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og átján?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Sóley Björk Stefánsdóttir

Höfundur

Sóley Björk Stefánsdóttir
Sóley Björk Stefánsdóttir
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband