30.10.2006 | 03:57
Meira hvalræði. Ég var á haustþingi Framtíðarlan...
Meira hvalræði.
Ég var á haustþingi Framtíðarlandsins í gær, sem var mjög fróðlegt og skemmtilegt. Þar sagði Sverrir Björnsson, sem er framkvæmdastjóri hönnunarsviðs hjá auglýsingastofunni Hvíta húsinu, að þetta væri versta PR klúður sem Íslendingar hafa lent í. Ég er honum hjartanlega sammála. Það var alveg vitað mál að það yrði mjög neikvæð umræða um þetta erlendis og hversvegna í ósköpunum voru stjórnvöld ekki tilbúin með rökstuðning og svör við óröklegum, ómarkvissum og tilfinningaþrungnum umræðum erlendra fjölmiðla og annarra?
En svo var aftur á móti annað sem mér datt í hug í morgun. Af hverju eru ferðaþjónustuaðilar á Íslandi að gera illt verra? Af hverju segja þeir ekki Já, þetta er nú ljóta helvítis fokkuppið, en við skulum nú reyna að bjarga því sem bjargað verður. Það sem þeir hafa kosið að gera er að taka undir rakalausar umræður og gagnrýni umhverfisverndarsinna og sparihippana (hugtak skapað af Hnakkusi og útskýrt betur á síðunni hans sem ég mæli með að sé lesin mjög reglulega, hnakkus.blogspot.com) og þeir eru í raun nánast að biðja fólk um að vera neikvætt út í þetta.
Ikke så smart synes jeg :)
Ég var á haustþingi Framtíðarlandsins í gær, sem var mjög fróðlegt og skemmtilegt. Þar sagði Sverrir Björnsson, sem er framkvæmdastjóri hönnunarsviðs hjá auglýsingastofunni Hvíta húsinu, að þetta væri versta PR klúður sem Íslendingar hafa lent í. Ég er honum hjartanlega sammála. Það var alveg vitað mál að það yrði mjög neikvæð umræða um þetta erlendis og hversvegna í ósköpunum voru stjórnvöld ekki tilbúin með rökstuðning og svör við óröklegum, ómarkvissum og tilfinningaþrungnum umræðum erlendra fjölmiðla og annarra?
En svo var aftur á móti annað sem mér datt í hug í morgun. Af hverju eru ferðaþjónustuaðilar á Íslandi að gera illt verra? Af hverju segja þeir ekki Já, þetta er nú ljóta helvítis fokkuppið, en við skulum nú reyna að bjarga því sem bjargað verður. Það sem þeir hafa kosið að gera er að taka undir rakalausar umræður og gagnrýni umhverfisverndarsinna og sparihippana (hugtak skapað af Hnakkusi og útskýrt betur á síðunni hans sem ég mæli með að sé lesin mjög reglulega, hnakkus.blogspot.com) og þeir eru í raun nánast að biðja fólk um að vera neikvætt út í þetta.
Ikke så smart synes jeg :)
Breytt 19.1.2007 kl. 16:11 | Facebook
Um bloggið
Sóley Björk Stefánsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning