13.1.2007 | 11:22
Tónlistarþróunarmiðstöðin Ég kíkti aðeins inn á t...
Tónlistarþróunarmiðstöðin
Ég kíkti aðeins inn á tónleika sem félag tónlistarþróunarmiðstöðvar hélt í dag í Hafnarhúsinu. Þar sá ég lög með tveimur mjög áhugaverðum hljómsveitum sem æfa í TÞM. Því miður þá var félagi minn ekki til í að vera lengur á tónleikunum svo við fórum fljótlega en mig langar að tjá mig aðeins um þetta fyrirbæri Tónlistarþróunarmiðstöðina. Mér finnst þetta nefninlega alveg snilldar konsept, að vera með æfingarhúsnæði sem hljómsveitir geta samnýtt og er undir eftirliti. Þetta leiðir til þess að í stað þess að hver hljómsveit þurfi að leigja bílskúr inni í miðju íbúðarhverfi, eða þá aðstöðu í iðnaðarhúsnæði sem eru í misgóðu ástandi þá getur hljómsveitin leigt þarna rými á móti þremur öðrum hljómsveitum á 25.000kr á mánuði og innifalið eru þrif og vöktun og svo er líka bannað að vera undir áhrifum þarna. Líka er algjörlega mikill kostur að vera í tengslum við aðra sem eru að sýsla við tónlist. Ég hef heyrt því fleygt að eitt af því sem gerir íslenskt tónlistarlíf svo sérstakt þegar miðað er við önnur lönd sé það að hér séu svo mikil og góð samskipti milli tónlistarfólks. Iðulega er sama manneskjan í mörgum hljómsveitum og mikill vinskapur er milli hljómsveita og tónlistarfólk sem vinnur eitt virðist eiga tiltölulega auðvelt með að fá til liðs við sig aðra tónlistarmenn þegar á þarf að halda. Þetta er náttla alveg snilld og auðvelt að sjá hvílík lyftistöng verkefni á við Tónlistarþróunarmiðstöðina er fyrir íslenskt tónlistarlíf.
En þá er nú komið að sorglega hlutanum. Það hefur nefninlega komið í ljós að til þess að reka TÞM húsnæðið þarf meiri peninga en innheimt er í leigugjöld fyrir rýmin og Reykjavíkurborg er ekki að leggja nema 135.000kr á mánuði í púkkið og það er ekki einu sinni fyrir starfsmanninum sem er á vakt þarna. Mér finnst samt bara alveg ótrúlegt ef ekki er hægt að finna pening fyrir snilldarverkefni eins og þessu. Alveg ótrúlegt bara. Ég held að það hljóti bara að vera að Danni Pollock og félagar séu ekki nógu góðir í að sækja um styrki og þess háttar.
28. nóv sendi ég áskorun til allra borgarfulltrúa um að halda þessu verkefni gangandi og sá eini sem svaraði var Stefán Jón Hafstein og hann sendi mér eitthvað staðlað svar sem var alveg ágætt og þar sagði hann meðal annars: Í fyrra beitti ég mér fyrir því sem formaður menningarmálanefndar að gerður yrði fastur samningur..... Mér skilst hins vegar núna að reksturinn kalli á enn meira fé, umtalsvert meira en t.d. er lagt í sambærilega samstarfssamninga á menningarsviði, en mun lægri en veittir eru til margs konar íþrótta. Mér finnst alveg skandall að íþróttir séu að fá meiri peninga heldur en önnur tómstundastarfsemi, enda er ég svoddan antisportisti og trúi því að hópíþróttir séu til þess fallnar að þrýsta á krakka til að falla í mótið og hlýða skipunum og þær vinni gegn gagnrýnni hugsun.
Eitt af því sem TÞM er að berjast fyrir er að fá húsnæðið skilgreint sem tómstundarhúsnæði en ekki atvinnu- og iðnaðarhúsnæði og sleppi þannig við að borga haug af gjöldum. Ég skil nú ekki að það sé mikið mál.
Ef einhver hefur áhuga á að tjá sig um þetta mál við borgaryfirvöld er auðvelt að senda tölvupóst á borgarfulltrúana:
arni.thor.sigurdsson@reykjavik.is
bjork.vilhelmsdottir@reykjavik.is
bjorn.ingi.hrafnsson@reykjavik.is
gisli.marteinn.baldursson@reykjavik.is
jorunn.frimannsdottir@reykjavik.is
julius.vifill.ingvarsson@reykjavik.is
kjartan.magnusson@reykjavik.is
stefan.jon.hafstein@reykjavik.is
svo@reykjavik.is
svandis.svavarsdottir@reykjavik.is
thorbjorg.helga.vigfusdottir@reykjavik.is
og náttla rúsínan í pylsuendanum. Maðurinn sem lætur sér afar annt um fjölskylduvæn hverfi og vill koma ófögnuði á við fjárhættuspilastaði út úr uppáhaldshverfinu sínu. Hann hlýtur að vera ánægður með að hafa hljómsveitirnar líka einhversstaðar á afviknum stað því það er nú ekki svo fjölskylduvænt að vera með hávaða og læti úti í öðrum hverjum bílskúr.
borgarstjori@reykjavik.is
Í TÞM eru 13 æfingarrými og 3 hljómsveitir deila hverju rými. Forsvarsmenn miðstövarinnar áætla að það séu um 250 manns sem nýta sér aðstöðuna. Þar er líka tónleikasalur og verið er að setja upp hljóðver þar sem hægt verður að taka upp demó.
Jæja. Ég er dáldið að klikka á því að hafa þetta blogg stutt, en kommon, ef maður hefur eitthvað að segja þá verður maður náttla að segja það. En hins vegar hlýti ég því ráði sem Addi gaf mér með að hafa bara eitt efni í hverri færslu. Það lítur sem sagt út fyrir að ég geti ekki gert bæði í einu :D
Ég kíkti aðeins inn á tónleika sem félag tónlistarþróunarmiðstöðvar hélt í dag í Hafnarhúsinu. Þar sá ég lög með tveimur mjög áhugaverðum hljómsveitum sem æfa í TÞM. Því miður þá var félagi minn ekki til í að vera lengur á tónleikunum svo við fórum fljótlega en mig langar að tjá mig aðeins um þetta fyrirbæri Tónlistarþróunarmiðstöðina. Mér finnst þetta nefninlega alveg snilldar konsept, að vera með æfingarhúsnæði sem hljómsveitir geta samnýtt og er undir eftirliti. Þetta leiðir til þess að í stað þess að hver hljómsveit þurfi að leigja bílskúr inni í miðju íbúðarhverfi, eða þá aðstöðu í iðnaðarhúsnæði sem eru í misgóðu ástandi þá getur hljómsveitin leigt þarna rými á móti þremur öðrum hljómsveitum á 25.000kr á mánuði og innifalið eru þrif og vöktun og svo er líka bannað að vera undir áhrifum þarna. Líka er algjörlega mikill kostur að vera í tengslum við aðra sem eru að sýsla við tónlist. Ég hef heyrt því fleygt að eitt af því sem gerir íslenskt tónlistarlíf svo sérstakt þegar miðað er við önnur lönd sé það að hér séu svo mikil og góð samskipti milli tónlistarfólks. Iðulega er sama manneskjan í mörgum hljómsveitum og mikill vinskapur er milli hljómsveita og tónlistarfólk sem vinnur eitt virðist eiga tiltölulega auðvelt með að fá til liðs við sig aðra tónlistarmenn þegar á þarf að halda. Þetta er náttla alveg snilld og auðvelt að sjá hvílík lyftistöng verkefni á við Tónlistarþróunarmiðstöðina er fyrir íslenskt tónlistarlíf.
En þá er nú komið að sorglega hlutanum. Það hefur nefninlega komið í ljós að til þess að reka TÞM húsnæðið þarf meiri peninga en innheimt er í leigugjöld fyrir rýmin og Reykjavíkurborg er ekki að leggja nema 135.000kr á mánuði í púkkið og það er ekki einu sinni fyrir starfsmanninum sem er á vakt þarna. Mér finnst samt bara alveg ótrúlegt ef ekki er hægt að finna pening fyrir snilldarverkefni eins og þessu. Alveg ótrúlegt bara. Ég held að það hljóti bara að vera að Danni Pollock og félagar séu ekki nógu góðir í að sækja um styrki og þess háttar.
28. nóv sendi ég áskorun til allra borgarfulltrúa um að halda þessu verkefni gangandi og sá eini sem svaraði var Stefán Jón Hafstein og hann sendi mér eitthvað staðlað svar sem var alveg ágætt og þar sagði hann meðal annars: Í fyrra beitti ég mér fyrir því sem formaður menningarmálanefndar að gerður yrði fastur samningur..... Mér skilst hins vegar núna að reksturinn kalli á enn meira fé, umtalsvert meira en t.d. er lagt í sambærilega samstarfssamninga á menningarsviði, en mun lægri en veittir eru til margs konar íþrótta. Mér finnst alveg skandall að íþróttir séu að fá meiri peninga heldur en önnur tómstundastarfsemi, enda er ég svoddan antisportisti og trúi því að hópíþróttir séu til þess fallnar að þrýsta á krakka til að falla í mótið og hlýða skipunum og þær vinni gegn gagnrýnni hugsun.
Eitt af því sem TÞM er að berjast fyrir er að fá húsnæðið skilgreint sem tómstundarhúsnæði en ekki atvinnu- og iðnaðarhúsnæði og sleppi þannig við að borga haug af gjöldum. Ég skil nú ekki að það sé mikið mál.
Ef einhver hefur áhuga á að tjá sig um þetta mál við borgaryfirvöld er auðvelt að senda tölvupóst á borgarfulltrúana:
arni.thor.sigurdsson@reykjavik.is
bjork.vilhelmsdottir@reykjavik.is
bjorn.ingi.hrafnsson@reykjavik.is
gisli.marteinn.baldursson@reykjavik.is
jorunn.frimannsdottir@reykjavik.is
julius.vifill.ingvarsson@reykjavik.is
kjartan.magnusson@reykjavik.is
stefan.jon.hafstein@reykjavik.is
svo@reykjavik.is
svandis.svavarsdottir@reykjavik.is
thorbjorg.helga.vigfusdottir@reykjavik.is
og náttla rúsínan í pylsuendanum. Maðurinn sem lætur sér afar annt um fjölskylduvæn hverfi og vill koma ófögnuði á við fjárhættuspilastaði út úr uppáhaldshverfinu sínu. Hann hlýtur að vera ánægður með að hafa hljómsveitirnar líka einhversstaðar á afviknum stað því það er nú ekki svo fjölskylduvænt að vera með hávaða og læti úti í öðrum hverjum bílskúr.
borgarstjori@reykjavik.is
Í TÞM eru 13 æfingarrými og 3 hljómsveitir deila hverju rými. Forsvarsmenn miðstövarinnar áætla að það séu um 250 manns sem nýta sér aðstöðuna. Þar er líka tónleikasalur og verið er að setja upp hljóðver þar sem hægt verður að taka upp demó.
Jæja. Ég er dáldið að klikka á því að hafa þetta blogg stutt, en kommon, ef maður hefur eitthvað að segja þá verður maður náttla að segja það. En hins vegar hlýti ég því ráði sem Addi gaf mér með að hafa bara eitt efni í hverri færslu. Það lítur sem sagt út fyrir að ég geti ekki gert bæði í einu :D
Breytt 19.1.2007 kl. 16:11 | Facebook
Um bloggið
Sóley Björk Stefánsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 540
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning