18.1.2007 | 03:35
Alþingi og töff Ég ætla að byrja á því að segja a...
Alþingi og töff
Ég ætla að byrja á því að segja að mér finnst Hlynur Helgason ógeðslega töff gaur. Síðast þegar hann kom inn sem varamaður á Alþingi, í fyrra, þá fékk hann skammir fyrir að vera ekki með bindi, og hvað gerir gaurinn, jú hann mætir náttla með Dead bindi og í ógeðslega töff jakkafötum úr Nonnabúð. Reyndar fannst mér persónulega jakkafötin og bindið passa alveg óheyrilega illa saman en það er allt önnur ella. Svona attitjút eiga alþingismenn að hafa! En ekki eins og hún Dagný framsóknarkona sem sagði eitthvað á þá leið að hún hefði nú aldrei gengið í dröktum en hún myndi nú bara byrja á því fyrst hún væri komin inn á Alþingi.
Annað mál er síðan það sem mikið er verið að ræða þessa dagana um málþóf stjórnarandstöðunnar vegna frumvarpsins um Ríkisútvarpið ohf. Um það vil ég segja að vegna þess að hér á landi er löggjafarvald og framkvæmdavald á hendi sömu aðilanna og stjórnarandstaðan hefur engin raunveruleg ráð til þess að stöðva mál sem henni finnst ótækt að séu afgreidd frá þinginu. Eðlilegt væri að stjórnarandstaðan gæti vísað málum til sérstakrar rannsóknar, nefndar eða jafnvel þjóðaratkvæðagreiðslu en ekkert slíkt er í boði þar sem meirihluta þings þarf til slíkra aðgerða og því getur stjórnarandstaðan ekki veitt meirihlutanum neitt raunverulegt aðhald.
Þetta er sem sagt það ráð sem stjórnarandstaðan grípur til þegar mikið liggur við, að þeirra mati, að mál séu ekki afgreidd óbreytt frá Alþingi. Og það sem fæst út úr þessu er að stjórnin lendir í tímahraki og verður tilbúnari til að semja um breytingar á frumvarpinu til að þóknast stjórnarandstöðunni og fá málið afgreitt.
Ég er á því að við eigum að vera bara ansi ánægð með að stjórnarandstaðan skuli nenna að standa í svona málþófi til að berjast gegn málum sem hún er ósátt við. Við skulum líka hafa hugfast að stjórnin er aldrei nema rúmur helmingur atkvæða landsmanna, og reyndar jafnvel tæpur þegar Framsóknarflokkurinn er í stjórn vegna misvægis atkvæða eftir búsetu kjósenda (hvar er lýðræðið í því spyr ég nú bara). Þannig að stjórnarandstaðan er væntanlega að berjast fyrir skoðunum stórs hluta þjóðarinnar. Ég myndi að minnsta kosti ekki vilja hafa sama kerfi og Bretar búa við því þar ákveður bara ríkisstjórnin hvernig allt á að vera og stjórnarandstaðan getur ekkert gert til að vinna á móti þeim nema kannski að vekja athygli almennings á ákvörðunum stjórnarinnar og til þess þarf hún að treysta algjörlega á fjölmiðlana og þá eru þeir nú komnir í ansi merkilega stöðu.
Í Danmörku eru iðulega minnihlutastjórnir við völd. Þar eru líka 14 stjórnmálaflokkar og því kannski auðveldara að finna flokk sem ég get samsamað mínum skoðunum frekar en að velja þann skársta af nokkrum kostum, þar sem flestir kostirnir eru meira að segja á ansi svipaðri línu eða svokallaðir "catch all" flokkar. Gallinn við minnihlutastjórnir eins og í DK er hinsvegar sá að mikill tími fer í að ræða málin og komast að sameiginlegri niðurstöðu og því verður þingið ekki jafn skilvirkt, en hversu skilvirkt er okkar alþingi eiginlega hvort sem er? Amk ekki mjög skilvirkt þegar ekki er hægt að ræða málin og komast að sameiginlegri niðurstöðu en tíminn er þess í stað notaður til að flytja langar ræður um ekki neitt.
Ég ætla að byrja á því að segja að mér finnst Hlynur Helgason ógeðslega töff gaur. Síðast þegar hann kom inn sem varamaður á Alþingi, í fyrra, þá fékk hann skammir fyrir að vera ekki með bindi, og hvað gerir gaurinn, jú hann mætir náttla með Dead bindi og í ógeðslega töff jakkafötum úr Nonnabúð. Reyndar fannst mér persónulega jakkafötin og bindið passa alveg óheyrilega illa saman en það er allt önnur ella. Svona attitjút eiga alþingismenn að hafa! En ekki eins og hún Dagný framsóknarkona sem sagði eitthvað á þá leið að hún hefði nú aldrei gengið í dröktum en hún myndi nú bara byrja á því fyrst hún væri komin inn á Alþingi.
Annað mál er síðan það sem mikið er verið að ræða þessa dagana um málþóf stjórnarandstöðunnar vegna frumvarpsins um Ríkisútvarpið ohf. Um það vil ég segja að vegna þess að hér á landi er löggjafarvald og framkvæmdavald á hendi sömu aðilanna og stjórnarandstaðan hefur engin raunveruleg ráð til þess að stöðva mál sem henni finnst ótækt að séu afgreidd frá þinginu. Eðlilegt væri að stjórnarandstaðan gæti vísað málum til sérstakrar rannsóknar, nefndar eða jafnvel þjóðaratkvæðagreiðslu en ekkert slíkt er í boði þar sem meirihluta þings þarf til slíkra aðgerða og því getur stjórnarandstaðan ekki veitt meirihlutanum neitt raunverulegt aðhald.
Þetta er sem sagt það ráð sem stjórnarandstaðan grípur til þegar mikið liggur við, að þeirra mati, að mál séu ekki afgreidd óbreytt frá Alþingi. Og það sem fæst út úr þessu er að stjórnin lendir í tímahraki og verður tilbúnari til að semja um breytingar á frumvarpinu til að þóknast stjórnarandstöðunni og fá málið afgreitt.
Ég er á því að við eigum að vera bara ansi ánægð með að stjórnarandstaðan skuli nenna að standa í svona málþófi til að berjast gegn málum sem hún er ósátt við. Við skulum líka hafa hugfast að stjórnin er aldrei nema rúmur helmingur atkvæða landsmanna, og reyndar jafnvel tæpur þegar Framsóknarflokkurinn er í stjórn vegna misvægis atkvæða eftir búsetu kjósenda (hvar er lýðræðið í því spyr ég nú bara). Þannig að stjórnarandstaðan er væntanlega að berjast fyrir skoðunum stórs hluta þjóðarinnar. Ég myndi að minnsta kosti ekki vilja hafa sama kerfi og Bretar búa við því þar ákveður bara ríkisstjórnin hvernig allt á að vera og stjórnarandstaðan getur ekkert gert til að vinna á móti þeim nema kannski að vekja athygli almennings á ákvörðunum stjórnarinnar og til þess þarf hún að treysta algjörlega á fjölmiðlana og þá eru þeir nú komnir í ansi merkilega stöðu.
Í Danmörku eru iðulega minnihlutastjórnir við völd. Þar eru líka 14 stjórnmálaflokkar og því kannski auðveldara að finna flokk sem ég get samsamað mínum skoðunum frekar en að velja þann skársta af nokkrum kostum, þar sem flestir kostirnir eru meira að segja á ansi svipaðri línu eða svokallaðir "catch all" flokkar. Gallinn við minnihlutastjórnir eins og í DK er hinsvegar sá að mikill tími fer í að ræða málin og komast að sameiginlegri niðurstöðu og því verður þingið ekki jafn skilvirkt, en hversu skilvirkt er okkar alþingi eiginlega hvort sem er? Amk ekki mjög skilvirkt þegar ekki er hægt að ræða málin og komast að sameiginlegri niðurstöðu en tíminn er þess í stað notaður til að flytja langar ræður um ekki neitt.
Breytt 19.1.2007 kl. 16:11 | Facebook
Um bloggið
Sóley Björk Stefánsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning