3.12.2002 | 07:38
Upp er runninn dagur 3 í bloggi. 21 dagur til jóla...
Upp er runninn dagur 3 í bloggi. 21 dagur til jóla. Ég hef ekkert verið að fikta í blogginu mínu í meira en viku, hef haft nóg annað að gera. Þar má til dæmis nefna hið frábæra jólaglögg Símans sem var haldið á föstudaginn, það var nú alveg brilliant skemmtun allir voða jákvæðir og í góðu stuði. Jafnvel þótt skemmtinefndin gerði sitt besta til að ná öllu stuði úr liðinu með skemmtiatriðum sem voru svo leiðinleg að það er ekki einu sinni hægt að gera grín að þeim.
Við hjónin tókum okkur líka til og fjárfestum í 4 borðstofustólum sem IKEA bauð uppá á gjafverði (gjafverð miðað við fjársjóðinn sem það kostar að kaupa mubblur í "alvöru" húsgagnaverslunum) og keyptum síðan nokkrar seríur og skelltum upp hjá okkur. Ég hafði reyndar tekið forskot á sæluna því ég setti aðventuljósið út í glugga helgina áður, var síðan bent pent á að það væri nú tæplega við hæfi þar sem aðventan væri ekki byrjuð. Ég reyni að hafa eitthvað annað við höndina næst þegar ég tek svona forskot og þá eitthvað sem heitir ekki þannig að ég geri mig að fífli við að nota það á röngum tíma.
Annars er það að frétta að við erum að máta kött. Það er nefninlega þannig að tengdaforeldranir mínir eru að flytja og geta ekki haft köttinn með sér á nýja staðnum og við ætlum að hafa hann í smá tíma og athuga hvernig hann fílar okkur og hvernig við fílum hann. En sem komið eru allir aðilar á báðum áttum, kötturinn vill ekki sofa einn á nóttunni og ég vil ekki hafa hann uppi í rúmi hjá mér. Helgi er svona meira hlutlaus, heldur þó frekar meira með kettinum. Hann er líka svo hryllilega kelinn að hann situr helst á andlitinu á manni ef maður vogar sér að tylla sér einhversstaðar, ég er ekki að segja að ég sé með ofnæmi, meira svona pirring fyrir hárum í nefi/munni/augum alltaf hreint. En við skulum nú sjá til hvernig þetta fer allt saman.
Við hjónin tókum okkur líka til og fjárfestum í 4 borðstofustólum sem IKEA bauð uppá á gjafverði (gjafverð miðað við fjársjóðinn sem það kostar að kaupa mubblur í "alvöru" húsgagnaverslunum) og keyptum síðan nokkrar seríur og skelltum upp hjá okkur. Ég hafði reyndar tekið forskot á sæluna því ég setti aðventuljósið út í glugga helgina áður, var síðan bent pent á að það væri nú tæplega við hæfi þar sem aðventan væri ekki byrjuð. Ég reyni að hafa eitthvað annað við höndina næst þegar ég tek svona forskot og þá eitthvað sem heitir ekki þannig að ég geri mig að fífli við að nota það á röngum tíma.
Annars er það að frétta að við erum að máta kött. Það er nefninlega þannig að tengdaforeldranir mínir eru að flytja og geta ekki haft köttinn með sér á nýja staðnum og við ætlum að hafa hann í smá tíma og athuga hvernig hann fílar okkur og hvernig við fílum hann. En sem komið eru allir aðilar á báðum áttum, kötturinn vill ekki sofa einn á nóttunni og ég vil ekki hafa hann uppi í rúmi hjá mér. Helgi er svona meira hlutlaus, heldur þó frekar meira með kettinum. Hann er líka svo hryllilega kelinn að hann situr helst á andlitinu á manni ef maður vogar sér að tylla sér einhversstaðar, ég er ekki að segja að ég sé með ofnæmi, meira svona pirring fyrir hárum í nefi/munni/augum alltaf hreint. En við skulum nú sjá til hvernig þetta fer allt saman.
Breytt 19.1.2007 kl. 16:11 | Facebook
Um bloggið
Sóley Björk Stefánsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning