Frönsk kvikmyndavika er núna nýhafin og ég er búin...

Frönsk kvikmyndavika er núna nýhafin og ég er búin að fara á eina mynd. Hún heitir Lemming og er eftir Dominik Moll. Ég hef nú aldrei haft neinn sérstakan áhuga á frönskum kvikmyndum. Finnst þær ansi oft vera bæði langdregnar og leiðinlegar. En svo var nú ekki um þessa því hún var að mínu mati hreinasta snilld. Hvort það hefur eitthvað með það að gera að Dominik Moll er ekki nema hálfur Frakki en í hinn helming Þjóðverji skal ég láta ósagt en ég hef nú hingað til ekki talið Þjóðverja neitt skemmtilegri en Frakka, jafnvel heldur leiðinlegri ef satt skal segja. En það er nú kannski leiðinlegt að ég sé að viðra kynþáttafordómana mína hérna og ætla nú að láta þá liggja milli hluta.

Alla veganna þá var þessi mynd alveg gríðarlega hress. Mjög framarlega í myndinni er matarboð þar sem yfirmaðurinn og kona hans eru í boði hjá aðalsögupersónunum. Það er nokkuð ljóst að kona yfirmannsins er ekki sérstaklega hress og kát þetta kvöld og allt í einu, í miðjum forréttinum, fer hún að ræða það að maðurinn hennar sé bara ríðandi einhverjum hórum út um allt. Þetta er nú dæmigert atriði sem gæti verið í íslenskri fjölskyldudramamynd. Nema bara það að þetta virkar í þessari mynd. Bæði sjokksetningarnar frá yfirmannafrúnni og viðbrögð hinna við borðið ganga algjörlega upp og atriðið í heildina er bara mjög svalt. Í íslenskum myndum fá að minnsta kosti 90% kvikmyndagesta kjánahroll þegar svona atriði byrjar en ég held að 90% kvikmyndagestanna á Lemmig hafi sprungið úr hlátri þegar kerlingin byrjaði að kasta orðaskít í bónda sinn þarna við matarborðið.

Framhald myndarinnar stendur svo alveg undir væntingum. Það gerast allskonar furðulegir hlutir sem áhorfandanum gengur kannski misjafnlega vel að fá til að ganga upp en þegar líður á myndina fer allt að raðast saman og þegar myndin endar skilur maður að söguþráðurinn var gríðarlega einfaldur en um leið nokkuð skemmtilegur og myndin var samansafn af fyndnum og skemmtilegum atriðum sem gerðu myndina að ljómandi skemmtilegri afþreyingu.

Ég heiti því hér með að ég mun gera það sem ég get til að nálgast aðrar myndir eftir Dominik Moll og horfa á þær innan skamms.

Í tilefni þess að ég hef hafið nám í íslenskri málfræði við HÍ, notaði ég fáar slettur í þessari grein og reyndi að skrifa vandað mál :)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og fjórtán?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Sóley Björk Stefánsdóttir

Höfundur

Sóley Björk Stefánsdóttir
Sóley Björk Stefánsdóttir
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband