Meira Júrótrash Í Blaðinu í gær sagði Sigga Beint...

Meira Júrótrash

Í Blaðinu í gær sagði Sigga Beinteinsdóttir að 7 austantjaldsþjóðir hefðu komist áfram en aðeins 3 vestrænar. Mér leikur svolítil forvitni á að vita hvaða þjóð af eftirtöldum hún Sigríður telur austantjaldsþjóð: Finnland, Írland, Tyrkland og Svíþjóð. Ég giska á annað hvort Finnland eða Tyrkland. Tyrkland nær lengra austur en Finnland svo líklega er það það. Mér finnst þetta samt ansi hreint lýsandi fyrir þetta afsökunarviðmót sem ég tjáði mig um í gær.

Ég reiknaði það út í gær að efni sýnt á Rúv í tengslum við Júróvisjón nam 1060 mínútum sem jafngildir rúmlega 17 og hálfum klukkutíma. Flestar íslenskar kvikmyndir eru u.þ.b. 90 mínútur á lengd. Óstaðfestar fregnir herma að kostnaður Rúv vegna Júróvisjón sé um 100 milljónir króna. Meðalkostnaður fyrir íslenska kvikmynd framleidda á árunum 1992-2002 er 96.5 milljónir króna.
Vegna þess að ég hef allt í einu þróað með mér þennan gríðarlega áhuga á tölfræði get ég opinberað það að mínútan af Júróvisjónsjónvarpsefni er á 94.340kr en mínútan af íslenskri kvikmynd er á 1.072.222kr

Ég myndi telja mig MJÖG áhugasama um íslenska kvikmyndagerð og hugsa að ég hafi séð meirihluta þeirra kvikmynda sem framleiddar hafa verið á þessu tímabili. En ef ég á að meta það hversu mikla skemmtun ég hef af þáttöku Íslands í Júróvisjón á móti því hversu mikla skemmtun ég hef af hverri íslenskri kvikmynd sem ég hef séð þá verð ég að segja að Júróvisjón hafi vinninginn. Samt myndi ég alls ekki segja að ég sé eitthvað brjálað Júróvisjón frík sem veit allt um keppnina og helli mér út í að stúdera smáatriði í kringum hana, nei ég myndi segja að ég sé þessi almenni Jóróvisjónneytandi sem horfir á ca helming efnisins sem er í boði í sjónvarpinu og talar um þetta í tvo daga fyrir og tvo daga eftir keppnina.

Ef ég þyrfti að velja á milli þess að Ísland tæki þátt í Júróvisjón eða að það yrði einni kvikmynd minna framleitt á ári þá myndi ég án þess að blikna velja Júróvisjón. Og nú mega allir sem hafa kallað mig menningarsnobbdruslu gjöra svo vel og biðjast afsökunar á því. Ég geri mér þó grein fyrir því að auðvitað gæti myndin sem yrði ekki framleidd vegna þess að Júrótrashið hefði forgang á 100 millurnar, verið snilldarmynd á borð við Nóa albinóa eða Engla alheimsins en ég vona bara innilega að svo verði ekki og ætla að trúa því að snilldin rati alltaf upp á yfirborðið.

Áfram Júróvisjón!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og fimm?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Sóley Björk Stefánsdóttir

Höfundur

Sóley Björk Stefánsdóttir
Sóley Björk Stefánsdóttir
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband