Art washes away from our souls the dust which is e...

Art washes away from our souls the dust which is everyday life

Ég gerðist dáldið artý í fyrradag og fór á tvö listasöfn. Fyrst á Listasafn Íslands og síðan á Listasafn Reykjavíkur. Það kostar ekkert inn á Listasafn Íslands og það finnst mér bara snilld. Mér finnst æði að geta bara valsað inn á safn ef ég er í stuði til þess án þess að þurfa að spá í hvort ég tími því. Í Danmörku er frítt inn á öll ríkisrekin söfn. Það hefur reyndar valdið einhverjum deilum varðandi það að það sé óréttlátt gagnvart hinum söfnunum. Ég kýs reyndar að líta þannig á að þetta geti aukið veltuna hjá sjálfstæðum söfnum. Það hlýtur að virka í þessum bransa eins og öðrum að þú getur fengið smá bragð ókeypis en ef þú vilt meira þá þarftu að borga. Ég get amk vel ímyndað mér að þetta auki almennan áhuga á listum og þar af leiðandi verði fólk frekar tilbúið til að borga sig inn á minni sýningar en það er í dag.

Á Listasafni Íslands er í gangi sýning á Frönskum expressjónisma. Hún var nú ekki mjög spennandi fyrir minn smekk og ég hefði aldrei borgað mig inn á hana. En það var gaman að sjá þarna verk eftir Mattise en svo voru myndir þarna eftir fleiri og nokkrar eftir gaur sem heitir Albert Marquet sem voru alveg rosalega flottar og algjörlega þess virði að fara og kíkja á, þær eru uppi í sal 4. Mæli með þeim! Hér er smá sýnishorn.


Þar var líka sýning á verkum Jóns Stefánssonar. Þar var eiginlega bara ein mynd sem mér fannst flott en hún var líka alveg hrikalega flott. Myndin heitir Sumarnótt og maður hefur oft séð hana áður en það er samt ekki nærri því það sama að sjá mynd af henni eða að sjá verkið sjálft. Lýsingin er alveg svakalega vel heppnuð. Og við sjáum annað sýnishorn:


Síðan lá leiðin í Listasafn Reykjavíkur og þar vildi svo heppilega til að var frítt inn líka, en það er frítt inn alla fimmtudaga. Þar var sýning á bandarískri samtímalist. Þar var svo sem ekkert sem fangaði athyglina mína sérstaklega en auðvitað eitthvað af flottu stöffi. Svo var auðvitað sýning á verkum eftir Erró. Ég held það sé alltaf einhver sýning á verkunum hans í Listasafni Reykjavíkur.

Um kvöldið var svo farið á myndina The Prestige. Mér fannst hún nú svo sem ekki sérlega góð. Sjálf sagan var dáldið einföld og mikil klisja og uppfyllingarefnið í kring um söguþráðinn heldur klént líka. David Bowie var samt rosalega töff. Mér fannst líka töff þegar Helgi, vinur minn, útskýrði það fyrir mér að þessi gaur, Tesla, sem David Bowie lék, og var uppfinningamaður, hefði verið til í alvörunni og hann hefði í alvörunni fundið upp hvernig hægt væri að dreifa rafmagni án þess að leggja línur fyrir því og að í raun væri sagan um samkeppni töframannanna tveggja tilvísun í samkeppnina milli uppfinningamannanna tveggja Tesla og Edisons og það hvernig það sé ekki alltaf sá sem er færari sem vinnur slíka keppni.

Andagiftin er þá ekki meiri í bili en hún hlýtur að snúa aftur fljótlega. Mér skilst að þessi stuttu blogg mín séu gríðarlega vel að gera sig meðal lesenda minna og þar sem þeir eru ekki svo margir þá mun ég reyna að koma til móts við óskir um þetta.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og núlli?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Sóley Björk Stefánsdóttir

Höfundur

Sóley Björk Stefánsdóttir
Sóley Björk Stefánsdóttir
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 540

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband