Álverið í Straumsvík Ég er búin að vera að skoða ...

Álverið í Straumsvík

Ég er búin að vera að skoða málið dáldið núna upp á síðkastið og þær staðreyndir sem ég hef rekið augun í finnst mér dáldið athyglisverðar og þær hafa leitt mig frá þeirri skoðun sem ég var farin að hallast á, sem var að það væri örugglega skárra að stækka álverið í Hafnarfirði heldur en að byggja ný álver við Húsavík eða í Skagafirði. En eftir þetta vafr mitt á netinu auk þess að hafa hlustað á viðtal við Rannveigu Rist, forstjóra Alcan á Íslandi, og annað við Pétur Óskarsson, talsmann samtakanna Sólar í straumi, er ég komin á þá skoðun að það sé í raun skárra að hafa þetta út á landi vegna þess að það sé líklegra að heimamenn þar hafi not fyrir þau störf sem skapast heldur en höfuðborgarbúar. En sú skoðun mín að álframleiðsla sé ekki spennandi iðnaður fyrir Íslendinga hefur reyndar styrkst heilmikið í gegnum þetta ferli.

Hér koma nokkrar áhugaverðar staðreyndir sem ég hnaut um á vefnum:

1) 46% starfsmanna álversins eru með lögheimili í Hafnarfirði. Það eru 216 manns. (Upplýsingar af vef Sólar í straumi)

2) Í Hafnarfirði eru 8500 störf svo þessi 470 störf eru samkvæmt mínum útreikningum 6% af störfunum í firðinum. .

3) Hlutfall háskólamenntaðra starfsmanna hjá Alcan í Straumsvík er 13% en 32% þjóðarinnar er fólk með háskólamenntun og það hlutfall held ég að enginn efist um að fari hratt hækkandi. Þess vegna finnst mér mjög óráðlegt að leggja áherslu á að styðja við fyrirtæki sem skapa störf þar sem mjög lágt hlutfall eru störf fyrir háskólamenntað fólk. Við höfum örugglega oft heyrt fólk fussa og segja "hvað eiga svo allir þessir fræðingar að gera" en ég held að við heyrum ábygginlega oftar talað með stolti um hátt menntunarstig þjóðarinnar og hvernig það sé ein af ástæðunum fyrir gríðarlegri velgengni okkar samanborið við nánast hvaða þjóð sem er í heiminum og ég ætla að leyfa mér að efast um að það sé rétt stefna að ætla að láta alla þessa fræðinga vinna í álverum enda held ég að þeir muni hreinlega ekki gera það heldur frekar flytja eitthvað annað þar sem þeir eiga meiri möguleika á að nýta menntunina sína á meðan við síðan flytjum inn fólk til að vinna í framleiðslustörfum.

4) Alcan er með orkukaupasamning til ársins 2020 og því ólíklegt að verksmiðjan fari fyrir þann tíma og eins og Rannveig Rist sagði í viðtalinu á Rás1 í gærmorgun þá hefur verksmiðjan mjög góða samkeppnisstöðu þrátt fyrir að vera svona lítil vegna þess hversu fjölbreyttar afurðir hún framleiðir. Þannig að þótt búið sé að segja að ef stækkun verði ekki samþykkt þá muni verksmiðjan loka er harla ólíklegt að það verði á næstu árum eða áratugum og ég hef engar efasemdir um það að það verður eitthvað enn meira spennandi og arðvænlegt sem mun taka við af álverksmiðjunni, þannig hefur þróunin hjá okkur amk verið hingað til og ég efast ekkert um að við Íslendingar getum nú aldeilis fundið upp á einhverju sniðugra til að vinna við fyrir þetta fólk, sem svo óðum fer fækkandi, sem langar til að vinna í verksmiðju.

Þrátt fyrir að Alcan standi sig sjálfsagt mjög vel við að takmarka mengun sem verksmiðjan veldur er mengunin samt sem áður staðreynd og mun líklega ekki fara mikið minnkandi. Það að Ísland þurfi að fara að kaupa mengunarleyfiskvóta frá öðrum löndum finnst mér hreinlega bara hreinasti skandall. Við sem alltaf höfum verið svo stolt af hreina fína landinu okkar treystum okkur ekki til að halda menguninni innan þeirra marka sem allar helstu þjóðir heims (náttla fyrir utan Bandaríkin) hafa komið sér saman um.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og tólf?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Sóley Björk Stefánsdóttir

Höfundur

Sóley Björk Stefánsdóttir
Sóley Björk Stefánsdóttir
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 540

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband