4.1.2007 | 15:32
Er ekki alveg upplagt að blogga dáldið á nýju ári ...
Er ekki alveg upplagt að blogga dáldið á nýju ári :)
Þar sem ég er búin að vera á Akureyri í tvær vikur nánast internetlaus og sambandslaus við umheiminn fannst mér stundum, þá er ég búin að nota tækifærið og lesa alveg heilan haug af bókum. Ein af þeim var Sumarljós og svo kemur nóttin, eftir Jón Kalman Stefánsson. Það er náttla búið að vera eitthvað voða mikið hæp í kringum þennan gaur síðustu misserin en vegna þess að ég hef varla lesið staf í langan langan tíma þá hefur alveg farist fyrir hjá mér að komast að því hvað væri málið með gaurinn. En ég gerði það sem sagt núna 1. Jan og komst að því að hann stendur bara ansi vel undir hæpinu. Þetta er bara lítil og nett bók og mjög auðlesin en skilur samt ansi mikið eftir sig samt. Það sem mér finnst merkilegast við hana er að hún gerist einhvernvegin bæði í samtímanum og fornöld. Þetta er semsagt frásögn úr litlu þorpi úti á landi (ég ímyndaði mér eitthvað svipað og Stokkseyri eða Eyrarbakki) og allt er ótrúlega gamaldags en svo dettur alltaf inn eitthvað sem fær mann til að fatta að það er ekki 1950 heldur 2000. Þetta er alveg magnað finnst mér, manni finnst gamli tíminn vera svo svakalega langt í burtu en þegar allt stressið, hraðinn og bissýið er tekið í burtu þá getur maður séð að í raun er ekki mikill munur á fólki nú og fyrir 50 árum síðan. Ég mæli eindregið með þessari bók og tek þar með fullan þátt í hæpinu :)
Svo fór ég í bíó í gær og sá Kalda slóð. Hún stóð alveg undir væntingum og bara rúmlega það. Reyndar get ég viðurkennt að væntingarnar voru ekki sérlega miklar. Ég ætla nú samt ekki að segja að hún hafi verið eitthvað meistaraverk. Ef maður fer að velta sér mikið upp úr umgjörðinni, þ.e. handritinu, samtölunum, persónunum og einhverjum smáatriðum er alveg hægt að segja að hún sé dáldið slöpp, en ef maður bara leyfir sér að hrífast með þegar hún nær flugi og vera dáldið spenntur þá má alveg segja að hún sé bara ágætis ræma. Reyndar allsvakalega formúlukennd og dáldið barnaleg við hliðina á alvöru Hollywoodverkum . Ég er alveg sannfærð um að íslensk kvikmyndagerð er á mikilli uppleið en ég er reyndar jafn sannfærð um að Björn B. Björnsson er ekki næsta stjarnan meðal íslenskra leikstjóra. Leiknum í myndinni hefur verið mikið hrósað, ég ætla nú ekki að taka undir þetta hrós því þótt hann sé góður miðað við mjög margar íslenskar myndir þá er það nú ekki hár standard að miða við og það á náttla aldrei að miða sig við eitthvað prump. Bæði Þröstur Leó og Tómas Lemarquis sýndu miklu miklu betri leik í Nóa albinóa, sem ég er náttla óþreytandi við að halda fram að sé besta mynd sem gerð hefur verið á Íslandi og jafnvel þótt víða væri leitað (blóðatriðið er by far langlanglang flottasta atriði í íslenskri mynd, sjitt hvað mér fannst það vel gert)
Búin að fjárfesta í miða á Nasa til að tjútta með sænsku plebbunum Pétri, Birni og Jóni. Það verður væntanlega gríðarlegt stuð og nokkuð ljóst að fyrsta djamm ársins verður frekar snemma á ferðinni þetta árið. Spurning hvort það setji tóninn fyrir gríðarlegt djamm og drykkju á árinu - æji, ég efa það.
Þar sem ég er búin að vera á Akureyri í tvær vikur nánast internetlaus og sambandslaus við umheiminn fannst mér stundum, þá er ég búin að nota tækifærið og lesa alveg heilan haug af bókum. Ein af þeim var Sumarljós og svo kemur nóttin, eftir Jón Kalman Stefánsson. Það er náttla búið að vera eitthvað voða mikið hæp í kringum þennan gaur síðustu misserin en vegna þess að ég hef varla lesið staf í langan langan tíma þá hefur alveg farist fyrir hjá mér að komast að því hvað væri málið með gaurinn. En ég gerði það sem sagt núna 1. Jan og komst að því að hann stendur bara ansi vel undir hæpinu. Þetta er bara lítil og nett bók og mjög auðlesin en skilur samt ansi mikið eftir sig samt. Það sem mér finnst merkilegast við hana er að hún gerist einhvernvegin bæði í samtímanum og fornöld. Þetta er semsagt frásögn úr litlu þorpi úti á landi (ég ímyndaði mér eitthvað svipað og Stokkseyri eða Eyrarbakki) og allt er ótrúlega gamaldags en svo dettur alltaf inn eitthvað sem fær mann til að fatta að það er ekki 1950 heldur 2000. Þetta er alveg magnað finnst mér, manni finnst gamli tíminn vera svo svakalega langt í burtu en þegar allt stressið, hraðinn og bissýið er tekið í burtu þá getur maður séð að í raun er ekki mikill munur á fólki nú og fyrir 50 árum síðan. Ég mæli eindregið með þessari bók og tek þar með fullan þátt í hæpinu :)
Svo fór ég í bíó í gær og sá Kalda slóð. Hún stóð alveg undir væntingum og bara rúmlega það. Reyndar get ég viðurkennt að væntingarnar voru ekki sérlega miklar. Ég ætla nú samt ekki að segja að hún hafi verið eitthvað meistaraverk. Ef maður fer að velta sér mikið upp úr umgjörðinni, þ.e. handritinu, samtölunum, persónunum og einhverjum smáatriðum er alveg hægt að segja að hún sé dáldið slöpp, en ef maður bara leyfir sér að hrífast með þegar hún nær flugi og vera dáldið spenntur þá má alveg segja að hún sé bara ágætis ræma. Reyndar allsvakalega formúlukennd og dáldið barnaleg við hliðina á alvöru Hollywoodverkum . Ég er alveg sannfærð um að íslensk kvikmyndagerð er á mikilli uppleið en ég er reyndar jafn sannfærð um að Björn B. Björnsson er ekki næsta stjarnan meðal íslenskra leikstjóra. Leiknum í myndinni hefur verið mikið hrósað, ég ætla nú ekki að taka undir þetta hrós því þótt hann sé góður miðað við mjög margar íslenskar myndir þá er það nú ekki hár standard að miða við og það á náttla aldrei að miða sig við eitthvað prump. Bæði Þröstur Leó og Tómas Lemarquis sýndu miklu miklu betri leik í Nóa albinóa, sem ég er náttla óþreytandi við að halda fram að sé besta mynd sem gerð hefur verið á Íslandi og jafnvel þótt víða væri leitað (blóðatriðið er by far langlanglang flottasta atriði í íslenskri mynd, sjitt hvað mér fannst það vel gert)
Búin að fjárfesta í miða á Nasa til að tjútta með sænsku plebbunum Pétri, Birni og Jóni. Það verður væntanlega gríðarlegt stuð og nokkuð ljóst að fyrsta djamm ársins verður frekar snemma á ferðinni þetta árið. Spurning hvort það setji tóninn fyrir gríðarlegt djamm og drykkju á árinu - æji, ég efa það.
Breytt 19.1.2007 kl. 16:11 | Facebook
Um bloggið
Sóley Björk Stefánsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning