Færsluflokkur: Kvikmyndir
6.6.2008 | 10:34
KvikYndi
Jæja þá fer að líða að næstu sýningu KvikYndis en það er myndin Ein eilífð og einn dagur sem er eftir gríska leikstjórann Theo Angelopoulos. Sýningin verður í Nýja Bíó á Akureyri (sambíóinu) á sunnudaginn 8.júní kl. 16:00 og miðaverð aðeins 500kr.
Þessi mynd er frá árinu 1998 og hlaut gullpálmann í Cannes sama ár. Hún fjallar um gamlan rithöfund sem hefur fengið að vita frá lækni sínum að hann eigi aðeins stuttan tíma ólifaðan. Daginn eftir á hann að leggjast inn á sjúkrahús og ekki eiga afturkvæmt en þá hittir hann ungan strák sem hann ákveður að rétta hjálparhönd.
Ég sá aðra mynd eftir Angelopoulos um síðustu helgi og hún var mjög góð og ég bíð með gríðarlegum spenningi eftir þessari.
Hér má sjá upplýsingar um myndina á imdb.com
Ps. hér er skemmtileg tónlist
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 10:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sóley Björk Stefánsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar