Illkynja mein stjórnarflokkanna

Báðir forystumenn ríkisstjórnarinnar þjást því miður af veikindum og báðir stjórnarflokkarnir þjást af illkynja meini sem heitir spilling og valdagræðgi. Það er því full ástæða til að mynda þjóðstjórn og skipta út flestum ráðherrum fyrir fagfólk.
mbl.is Geir: Kosið í maí
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er mikið rætt um spillingu.

En í hverju er þessi spilling fólgin?  ég man ekki eftir að hafa fengið svör við því.

Nafnlaus (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 13:33

2 identicon

Mein forystumanna stjórnarflokkanna eru líkamleg - að þú skulir nota það með þeim hætti sem þú gerir hér sýnir að þín æxli eru andleg - og illkynja.

Mér dettur ekki í hug að segja að þú eigir að skammast þín - efast um að myndir skilja það eða hafa hæfileika til þess að framkvæma það

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 13:35

3 Smámynd: Sóley Björk Stefánsdóttir

Ég var nú ekki að tala neitt illa um þetta fólk. Tók því bara sem gefnu að fólk fattaði að þau hefðu samúð mína. Ég talaði hinsvegar illa til stjórnmálaflokkanna og tel þá þjást af illkynja meinum sem hafa ekkert að gera með líkamleg veikindi forystumanna þeirra. Fattaði ekki að ég þyrfti að stafa þetta út, en það er þá komið hér.

Nafnlaus- Þetta er m.s. kennt í kúrsi í HÍ sem heitir inngangur að stjórnmálafræði. Hér er brot úr glósunum mínum:

*á íslandi er stunduð svokölluð fyrirgreiðslupólitík.

*fyrirgreiðslustjórnmál eins og tíðkast hér gera það ekki í nágrannaríkjum okkar

*Pólitískar stöðuveitingar hafa breyst svolítið á íslandi. Áður fyrr var þetta alveg upp úr og niðrúr í flokkunum og verið var að verðlauna almenna flokksmenn, minni stöður t.d. sundlaugaverðir oþh. en í dag er þetta spurning um stöðuveitingar í strategískum stöðum þar sem mikilvægar pólitískar stöðuveitingar eru teknar. S.s. að pólitískar stöðuveitingar eru færri en mun meira áberandi þar sem þær gegna mjög miklu mikilvægi fyrir flokkana. áður fyrr var samkeppnin milli flokkanna samkeppni um fyrirgreiðslukerfið. En í dag eru flokkanir opnari, t.d. opin prófkjör (til eru dæmi um meiri þátttöku í prófkjöri heldur en kjósa flokkinn í kosningum).

Þarna kemur amk eitthvað fram um spillinguna.

Þú getur líka kynnt þér staka aðila á borð við Finn Ingólfsson og hvernig hann hefur hagnast í gegnum spillingu. Hvernig ættingjar og vinir Halldórs Ásgrímssonar högnuðust óvenju vel á kvótakerfinu. Hvernig sonur Davíðs Oddssonar varð dómari og fleiri mál. Án efa tengjast þau flestum ef ekki öllum stjórnmálaflokkum á landinu.

Sóley Björk Stefánsdóttir, 23.1.2009 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sóley Björk Stefánsdóttir

Höfundur

Sóley Björk Stefánsdóttir
Sóley Björk Stefánsdóttir
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband