Munu Árni og félagar klára málið án umræðu?

Ég hef alveg gríðarlegar áhyggjur af því að Árni Matt og félagar muni klára samninga við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn án þess að við landsmenn fáum nokkuð að vita um skilyrði sjóðsins fyrr en það er orðið um seinan.

Ég verð að játa að ég treysti Árna engan veginn fyrir verkefninu og því er ég enn áhyggjufyllri fyrir vikið. Ég er eiginlega bara skíthrædd.

Ef það er einhverntíman þörf fyrir að láta af þessum ólýðræðislegu stjórnarháttum sem hér hafa tíðkast þá er það núna! Núna þegar verið er að taka stærstu ákvarðanir þjóðarinnar í áratugi sem munu hafa áhrif á þjóðina alla um næstu ára tugi.

Ég get svo svarið það að ef þetta mál verður leyst á hinn íslenska hátt þá held ég að ég kveðji bara eyjuna um leið og ég er búin að klára háskólanámið í vor því þetta er bara ekki eitthvað sem ég sætti mig við.


mbl.is Óska eftir 6 milljörðum dala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: AK-72

Malið verður leyst á hinn íslenska hátt, það breytist nefnielga ekkert neitt. Hinri ábyrgu munu sleppa og við borga.

Það verður fjöldamæting bráðlega á Keflavíkurflugvöll, á ég að taka frá sæti?

AK-72, 20.10.2008 kl. 15:07

2 Smámynd: Sóley Björk Stefánsdóttir

Já kannski þú takir frá tvö sæti fyrir okkur Steina :)

Sóley Björk Stefánsdóttir, 20.10.2008 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sóley Björk Stefánsdóttir

Höfundur

Sóley Björk Stefánsdóttir
Sóley Björk Stefánsdóttir
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband